Fréttir

Nefnan slær í gegn

posted Aug 10, 2013, 3:43 AM by Nemur net ehf.   [ updated Aug 10, 2013, 3:47 AM ]

App fyrir íslensk mannanöfn, Nefna, kom út 28. maí 2013 og hefur hlotið góðar viðtökur en tæplega fimmþúsund manns hafa sótt sér smáforritið.  Í júní voru virkir notendur 3.258 og í júlí voru þeir 1.986.

Nefnan hefur fengið ágæta fjölmiðlaumfjöllun í Pressunni og Bleikt.is, Fréttablaðinu og Vísi.is

Í bloggfærslu sem Björn Þór skrifaði má lesa nánar um verkefnið.

Keppt með Skyldleik

posted Apr 16, 2013, 6:57 PM by Nemur net ehf.   [ updated Apr 16, 2013, 7:08 PM ]

Björn Þór skráði sig til kapps um Íslendingaapp með þá hugmynd í kollinum að útbúa lista yfir vinsælustu nöfnin meðal forfeðra viðkomandi, sem mætti svo innifela sem eiginleika í Nefnunni.  Sú hugmynd hafði reyndar kviknað áður en kunngjört var um keppnina.  Einnig var pæling að útfæra dýnamískt ættartré.

Eftir setningu keppninnar kviknaði svo við eldhúsborðið hugmyndin að útfæra leik þar sem hvert leikborð samanstæði af einstaklingum úr einum ættlið út frá leikmanni.  Þessi hugmynd heillaði mest og úr varð Skyldleikur sem hafnaði í öðru sæti keppninnar.

Ágætis nafn þetta, Skyldleikur, orðaleikur með viðfangsefnið skyldleika og tölvuleik.  Upphaflega var ætlunin að kalla þetta Ættspakur/-i.

Hinar hugmyndirnar lifa enn óútfærðar.  Vinsældalistann væri gaman að fá inn í Nefnuna og dýnamískt ættartré væri gott tengja við Skyldleikinn sem ítarefni og það mætti byggja með InfoVis tólunum, nánar tiltekið SpaceTree útfærslunni.


Nefnan komin í prófanir

posted Mar 26, 2013, 10:34 AM by Nemur net ehf.   [ updated Apr 16, 2013, 7:09 PM ]

Helstu grunnaðgerðir eru komnar í Nefnuna og núna bjóðum við þeim sem eiga Apple tæki - iPhone, iPad eða iPod touch - að skrá sig í prófanir á appinu.

Við stefnum svo á að setja smáforritið í App Store eftir nokkrar vikur og í framhaldinu halda áfram að útfæra þá eiginleika sem eru á könnunni - viðtökur munu hafa áhrif á kraftinn sem verður lagður í þá vinnu.

www.nemur.net 1.0

posted Mar 13, 2013, 5:53 PM by Nemur net ehf.   [ updated Mar 13, 2013, 6:22 PM ]

Eftir að hafa átt lénið nemur.net um nokkurt skeið án þess að hafa undir því eiginlega vefsíðu - aðeins Orðasafnasafnið á undirléninu oss.nemur.net - ákváðum við loksins að setja upp síðu í fljótheitum.  Fljótlegur kostur er að nota WordPress en við ákváðum að prófa Google Sites sem enn fljótlegri leið.

Google Sites virkar svolítið á mann eins og gömlu GeoCities og markhópurinn virðist samanstanda af þeim sem þurfa að henda upp dagskrársíðu fyrir fótboltaklúbb barnanna, verkefnasíðu á innra neti og susslags.  Semsagt ekki eitthvað skínandi flott á blæðandi brúninni.  Við nánari skoðun er þetta skýjaða vefsíðumsýslukerfi að mörgu leiti nokkuð snjallt svo það má vel vera að vefsíður nemur.net ílengist hér - sjáum til : )

1-4 of 4