Nefnan komin í prófanir

Post date: Mar 26, 2013 5:34:57 PM

Helstu grunnaðgerðir eru komnar í Nefnuna og núna bjóðum við þeim sem eiga Apple tæki - iPhone, iPad eða iPod touch - að skrá sig í prófanir á appinu.

Við stefnum svo á að setja smáforritið í App Store eftir nokkrar vikur og í framhaldinu halda áfram að útfæra þá eiginleika sem eru á könnunni - viðtökur munu hafa áhrif á kraftinn sem verður lagður í þá vinnu.