www.nemur.net 1.0

Post date: Mar 14, 2013 12:53:31 AM

Eftir að hafa átt lénið nemur.net um nokkurt skeið án þess að hafa undir því eiginlega vefsíðu - aðeins Orðasafnasafnið á undirléninu oss.nemur.net - ákváðum við loksins að setja upp síðu í fljótheitum.  Fljótlegur kostur er að nota WordPress en við ákváðum að prófa Google Sites sem enn fljótlegri leið.

Google Sites virkar svolítið á mann eins og gömlu GeoCities og markhópurinn virðist samanstanda af þeim sem þurfa að henda upp dagskrársíðu fyrir fótboltaklúbb barnanna, verkefnasíðu á innra neti og susslags.  Semsagt ekki eitthvað skínandi flott á blæðandi brúninni.  Við nánari skoðun er þetta skýjaða vefsíðumsýslukerfi að mörgu leiti nokkuð snjallt svo það má vel vera að vefsíður nemur.net ílengist hér - sjáum til : )