Nefna - app fyrir íslensk mannanöfn

- þegar nefna á nafn

Nefna er smáforrit / app fyrir iPhone sem gerir auðvelt og skemmtilegt að fletta í gegnum íslensk mannanöfn eftir ýmsum leiðum, sjá hvað þau þýða, velja þau sem koma til greina, forgangsraða og finna hið eina rétta. 

Nefna 3.0

- Nýtt útlit, hannað af Einari Jóni Kjartanssyni - einarjon.com

- Sérhannað fyrir bæði iPad og iPhone

- Nánari upplýsingum um nöfn er núna hægt að fletta eins og spilum á hendi (í stað þess að þurfa að fara úr og í lista fyrir hvert nafn)

- Lukkuhjól sem birtir nöfn af handahófi úr öllum nafnalistanum, svona til gamans og mögulega gagns; það gætu birst nöfn sem kæmu skemmtilega á óvart

- Lukkuhjól sem birtir nöfn af handahófi úr uppáhalds-listanum; mögulega gagnlegra hjól en það fyrra, þar sem undir eru nöfn sem öll koma til greina - kemur nafnið enn til greina þegar það birtist óvænt?

- Nafnaspilum og lukkuhjólaskjám er hægt að deila, til dæmis með tölvupósti, spjallskilaboðum eða jafnvel á samfélagsmiðla, ásamt því að vista í myndasafnið

- 182 nöfnum bætt við, þeim sem hafa verið samþykkt síðan síðasta uppfærsla var gefin út (2014)

- Merkingum bætt við fjölda nafna og sumar lagfærðar - margar þeirra hafa borist með ábendingum frá notendum og þökkum við kærlega fyrir þær (í þessari útgáfu er ábendingahnappurinn ekki lengur á upplýsingaskjá hvers nafns en það má áfram senda okkur póst með því að smella á fuglinn eða tannhjólið)

- Nýjustu tölur um fjölda nafnbera frá Hagstofunni  

- Nýir flokkar hafa bæst við

Nefna 2.0 

Með nýjustu uppfærslu Nefnunnar er hægt að:

- fjarlægja auglýsingar

- leita að einstökum nöfnum eða þeim sem innihalda tiltekna stafarunu

- sjá aðeins nöfn sem innihalda:

    ~ tiltekinn fjölda atkvæða eða

    ~ takmarkaðan fjölda íslenskra stafa

- velja hve vinsæl nöfn sjást

- skrá eftirnafn með birtingu nafna

- ákveða upphafsstafi nafna

Þar að auki inniheldur hún:

* Útlitsuppfærslu

* Nýja flokka

* Merkingar fleiri nafna (þar á meðal ábendingar frá notendum - takk!)

* 79 nýsamþykkt nöfn

Til að fylgjast með uppfærslum Nefnunnar er hægt að skrá sig á póstlista appsins - við lofum að fara vel með netfangið þitt og það er auðvelt að afskrá sig hvenær sem er.

Nöfn á netinu

Nafngiftir Íslendinga eru háðar lögum og reglum sem mannanafnanefnd byggir á svonefnda mannanafnaskrá um eiginnöfn og millinöfn sem teljast heimil samkvæmt þeim.  Við nafngjöf er hægt að hafa þessa skrá til viðmiðunar en einnig er upplýsingar um íslensk nöfn að finna í bókum og víðar á vefnum.  Þar má nefna bækurnar Nöfn Íslendinga sem er einnig aðgengileg á vefnum í áskrift og Íslensk mannanöfn.  Fyrir utan opinberu mannanafnaskrána eru skrár yfir íslensk mannanöfn einnig að finna á nafn.is, mannanofn.barnaland.is og ungi.is.

Til gamans má svo benda má svo benda á lista yfir ónotuð íslensk mannanöfn frá landnámi og miðöldum :)

Nördinn

iOS útgáfa Nefnunnar er forrituð í Objective-C með þróunartólinu Xcode.  Gagnaöflun forrituð á node.js.

Grafík er unnin með Inkscape og GIMP.

Kóði og tilheyrandi er hýst á GitHub og haldið utan um verkþætti á Trello.