Leikurinn er aðgengilegur sem vef-app
Björn Þór Jónsson þróaði hugmyndina ásamt Eddu Láru Kaaber og útfærði tæknilega. Einar Jón Kjartansson sá um útlitshönnun og gekk út frá því að viðmótið yrði sem mýkst svo það myndi höfða til sem flestra. Litavalið og fígúrurnar eiga að vera til þess fallnar að virka aðlaðandi á alla aldurshópa. Sérstök áhersla var lögð á að glæða áhuga á ættfræði hjá yngri kynslóðinni með litavali og grafík, sem ætti þó engu að síður að höfða til eldri kynslóðarinnar. Þannig var leitast við að útlit leiksins yrði liður í að brúa kynslóðabilið. Sjá yfirlit Einars Jóns um útlitshönnun í viðhengi hér að neðan. Hlín Leifsdóttir kom að hugmyndavinnu og markaðssetningu leikjarins á samfélagsmiðlum. |