Um okkur

nemur.net er vettvangur fyrir Björn Þór Jónsson forritara (M.Sc.) og Eddu Láru Kaaber tungumálakennara (M.Sc.) til að smíða og koma á framfæri hugbúnaðarlausnum tengdum samþættingu, vefnum og menntun.

Allt sem tengist samskiptum á Internetinu er áhugavert og að það sé leikur að læra, bókstaflega, finnst okkur æskilegt og höfum áhuga á að leggja okkar af mörkum til að svo verði.

Við höfum aldrei komið til þorpsins Nemur á Indlandi, en hver veit, kannski einn daginn.  Þá myndirðu kannski sjá fréttir af því á jonssonogkaaber.nemur.net